Skynörvun barns byrjar strax í móðurkviði en eftir fæðingu eykst hún mikið þar sem barnið fer að upplifa snertingu, það finnur lykt, fer að sjá hin ýmsu form og marga liti, sér loksins andlit foreldra sinna og heyrir mörg ný hljóð. Fyrstu árin einkennast af nýjum upplifunum sem hafa áhrif á vitsmunalegan, félagslegan og líkamlegan þroska barnsins.

Líkamsvitund

Til þess að skynja líkama okkar rétt þurfum við að nota:

  • Hreyfi- og stöðuskyn
  • Snertiskyn
  • Sjónúrvinnslu
  • Heyrn

Og þegar þessar upplýsingar koma saman gerir það okkur kleift að skynja líkamann rétt.

 

Ósýnileg miðlína

Það er lóðrétt ósýnileg lína sem liggur um miðjan líkama okkar og skiptir honum til helminga. Að geta farið með hendur og fætur yfir þessa ósýnilegu línu er mikilvægt fyrir hreyfiþroska barnsins og samhæfingu handa.

Ef barnið getur ekki krossað yfir línuna mun það t.d. eiga erfitt með að klæða sig í sokka, reima skóna sína, lesa, skrifa, stunda íþróttir og margar aðrar daglegar athafnir.

Það eru börn sem eiga erfitt með þessa hluti og stundum skipta þau um hönd við ákveðnar athafnir þegar kemur að miðlínunni eða snúa upp á líkamann til að ná í það sem annars væri hinum megin við miðjuna.

Hægt er að aðstoða þau börn sem eiga við þetta vandamál að stríða með æfingum og leikjum sem krefjast þess að þau krossi hendur og fætur yfir miðlínuna og gera það reglulega þangað til heilinn hefur meðtekið hreyfinguna. Þetta er hægt að gera með ýmsum leikjum en það er líka gott að þjálfa þetta með fínhreyfiþjálfun, t.d. við að teikna myndir sem krefjast þess að þú dragir blýantinn frá vinstri til hægri.

Eins er hægt að venja börn við það að krossa allt frá upphafi og þá mögulega koma í veg fyrir vandamálið.

Lítur barnið þitt meira til annarar hliðar?

Þú getur aðstoðað barnið við að horfa í hina áttina með því að setjast oftar þeim megin sem barnið lítur síður til. Þaðan getur þú spjallað við það, komið með eitthvað spennandi dót til að sýna því, lesið fyrir það og jafnvel gefið barninu að borða frá þeirri hlið. Sér í lagi ef barninu finnst gott að borða 😊.

Relationship Between Sensory Processing and Pretend Play in Typically Developing Children

OBJECTIVE. We sought to investigate the relationship between sensory processing and pretend play in typically developing children. METHOD. Forty-two typically developing children ages 5–7 yr were assessed with the Child Initiated Pretend Play Assessment and the Home and Main Classroom forms of the Sensory Processing Measure (SPM).

Source: Relationship Between Sensory Processing and Pretend Play in Typically Developing Children