Hér eru nokkur góð ráð fyrir tímann á maganum:

  • Vert er að hafa í huga að vera alltaf fyrir framan barnið þegar það liggur á maganum.
  • Það þarf að fylgjast með barninu, passa að það þreytist ekki eða hvíli andlitið niðri og nái ekki andanum.
  • Ef þið sjáið að barnið er að þreytast, takið það þá upp og leggið barnið svo aftur á magan  þegar það er tilbúið til þess.
  • Veljið tíma þar sem barnið er glatt, satt og vel vakandi.

Gott er að byrja 3-5 mínútum á maganum og vinna síðan upp í það að hafa barnið 40-60 mínútur á maganum daglega. Það er ekki verið að tala um allar þessar mínútur í einu heldur nokkrum sinnum yfir daginn í eins langan tíma og barnið þolir hverju sinni.

Gott er að setja barnið á magann á meðan þú ert að sinna því, eins og til dæmis þegar þú ert að þurrka því eftir baðið, skipta um bleyju eða bera á það krem.

Það er aldrei of snemmt að byrja að lesa fyrir barnið og gott að láta það liggja á maganum á meðan þú lest fyrir það.

Þegar barnið þitt liggur á maganum haltu þá á skemmtilegu dóti fyrir framan það til að ná athygli þess. Það fær barnið til þess lyfta höfðinu og teygja sig upp.

Á meðan barnið er á maganum er gott að raða dóti í kringum barnið svo það reyni að ná því úr ýmsum áttum.

Reyndu að ná augnsambandi við barnið á meðan það liggur á maganum, syngdu fyrir það, talaðu við það eða komdu með einhver skemmtileg hljóð til að vekja áhuga þess og fá það til að taka þátt.

Það að sjá andlit foreldra sinna eða systkina hvetur barnið til þess að reysa sig upp, því er gott að fá alla fjölskylduna með í það að hvetja barnið áfram.

Gott er að …..

Gott er að leyfa barni að snerta hluti með hinum ýmsu áferðum því það örvar snertiskynið.

Gott er að leyfa barni að heyra mismunandi hljóð, syngja fyrir það, tala við það, jafnvel lesa fyrir það eða setja þægilega tónlist á spilarann.

Gott er að leyfa barni að sjá hin ýmsu form og litríka hluti. Talið er að börn fari að sjá liti um 3ja mánaða aldur.

Gott er að leyfa barninu að finna mismunandi lyktartegundir.

Gott er að knúsa barnið og kissa.

Og svo mætti lengi telja 😊