Skynörvun barns byrjar strax í móðurkviði en eftir fæðingu eykst hún mikið þar sem barnið fer að upplifa snertingu, það finnur lykt, fer að sjá hin ýmsu form og marga liti, sér loksins andlit foreldra sinna og heyrir mörg ný hljóð. Fyrstu árin einkennast af nýjum upplifunum sem hafa áhrif á vitsmunalegan, félagslegan og líkamlegan þroska barnsins.

Líkamsvitund

Til þess að skynja líkama okkar rétt þurfum við að nota:

  • Hreyfi- og stöðuskyn
  • Snertiskyn
  • Sjónúrvinnslu
  • Heyrn

Og þegar þessar upplýsingar koma saman gerir það okkur kleift að skynja líkamann rétt.