Má örva barnið endalaust?

Til eru kenningar um það að örvun sé okkur jafn mikilvæg og matur. Heilinn sé hannaður til þess að taka endalaust við allskonar skynörvunum og ef það verður of mikið þá hættir heilinn bara að taka við.

Örvunin má samt ekki vera of mikil því ef það er endalaust verið að örva barnið þá getur það myndað þreytu og streytu hjá barninu. Foreldrar verða að fylgjast með líðan barnsins.