Ósýnileg miðlína

Það er lóðrétt ósýnileg lína sem liggur um miðjan líkama okkar og skiptir honum til helminga. Að geta farið með hendur og fætur yfir þessa ósýnilegu línu er mikilvægt fyrir hreyfiþroska barnsins og samhæfingu handa.

Ef barnið getur ekki krossað yfir línuna mun það t.d. eiga erfitt með að klæða sig í sokka, reima skóna sína, lesa, skrifa, stunda íþróttir og margar aðrar daglegar athafnir.

Það eru börn sem eiga erfitt með þessa hluti og stundum skipta þau um hönd við ákveðnar athafnir þegar kemur að miðlínunni eða snúa upp á líkamann til að ná í það sem annars væri hinum megin við miðjuna.

Hægt er að aðstoða þau börn sem eiga við þetta vandamál að stríða með æfingum og leikjum sem krefjast þess að þau krossi hendur og fætur yfir miðlínuna og gera það reglulega þangað til heilinn hefur meðtekið hreyfinguna. Þetta er hægt að gera með ýmsum leikjum en það er líka gott að þjálfa þetta með fínhreyfiþjálfun, t.d. við að teikna myndir sem krefjast þess að þú dragir blýantinn frá vinstri til hægri.

Eins er hægt að venja börn við það að krossa allt frá upphafi og þá mögulega koma í veg fyrir vandamálið.