Um Krílafimi

Krílafimi er stofnað  í þeim tilgangi að veita foreldrum ungabarna fræðslu og að vera með skemmtileg og lifandi námskeið fyrir börn frá 3ja mánaða aldri.

Á þessum námskeiðum er ætlunin að örva og styrkja börnin í gegnum leik þar sem löggð er áhersla á þjálfun grunnþátta í þroska miðtaugakerfisins sem eru undirstaða eðlilegs skyn- og hreyfiþroska.

Skapað verður gott og þægilegt umhverfi fyrir foreldra og börn.

Hver tími er 45 mínútur, 35 mínútur fer í æfingar og leiki og í 10 mínútur munu foreldrar nudda börnin sín undir þægilegri tónlist og leiðbeiningum þjálfara.

Í Krílafimi notum við spilaða tónlist og söng í bland, syngjum töluvert fyrir börnin en það er mjög róandi og gott fyrir börnin að heyra foreldra sína syngja fyrir þau.

Hvert námskeið er 8 vikur og verðið er 16.000 krónur.

Leggja þarf inn á reikning 0115-26-011435, kt. 100375-3389 eftir að skráning hefur farið fram til þess að staðfesta skráninguna.