Um Valnýju

Valný Óttarsdóttir er gift, 3ja barna móðir og iðjuþjálfi frá Háskólanum á Akureyri sem hefur sótt bæði verklegt og bóklegt námskeið í ungbarnasundi frá Busla, félagi ungbarnasundkennara. Sem iðjuþjálfi hefur hún starfað á Reykjalundi, á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, hjá Gigtarfélaginu og er núverandi starfmaður hjá Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands.

Iðjuþjálfar eru heilbrigðisstarfsmenn sem fá góða menntun í líffærafræði, hegðun og heilastarfi og því hvernig einstaklingurinn vinnur úr því áreiti sem hann verður fyrir. Hvað skal svo gera ef einhverjar raskanir verða á skynfærum okkar? Iðjuþjálfar þurfa að hafa skilning á þessum líffræðilegu þáttum til þess að skilja af hverju einstaklingurinn getur ekki framkvæmt þá iðju sem hann þarf að geta gert, vill geta gert eða er ætlast til af honum að geta gert.

Til þess að örva skynfærin hafa iðjuþjálfar ýmis ráð. En þeir geta einnig nýtt þessi góðu ráð til fyrirbyggjandi aðgerða eða bara til þess að gefa börnum forskot út í lífið með reglulegri örvun þar sem leikurinn er í forgrunni. Leikurinn er jú helsta iðja barnsins og því er leikur, söngur og hlustun aðal viðfangsefni á námskeiðum hjá Krílafimi.